Skip to content

Ístertur

Hvernig ístertu má bjóða þér?

Ísterturnar okkar…

Hvort sem tilefnið er barnaafmæli, ferming, brúðkaup, eða útskriftarveisla þá slá ljúffengu sérskreyttu ísterturnar frá Kjörís alltaf í gegn.Ísterturnar eru hjúpaðar gómsætu marsipani eða sykurmsassa, skreyttar marsipanblómum og þeim texta sem óskað er eftir.

Til þess að gera veisluna ennþá eftirminnilegri bjóðum við viðskiptavinum upp á það, gegn vægu gjaldi, að láta prenta mynd á tertuna og/eða hafa styttu á henni.Hægt er að velja á milli fjögurra tegunda af ís í tertuna, konfekt-, vanillu–, jarðarberja– eða súkkulaði.

Terturnar er hægt að fá í mismunandi stærðum eða frá 12 til 60 manna.