Skip to content

Um Kjörís

Kjörís hóf starfsemi 31. mars 1969 í Hveragerði. Stofnendur fyrirtækisins voru Gylfi og Bragi Hinrikssynir ásamt Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Frumkvöðlar að stofnun Kjöríss voru Hafsteinn, mjólkurtæknifræðingur og Gylfi, véltæknifræðingur. Hafsteinn hafði starfað hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta- og smjörsölunni áður en hann stofnaði Ostagerðina hf. í Hveragerði 1966 sem hann rak í 2 ár. Gylfi rak heildsölu í Reykjavík, G.Hinriksson hf., ásamt því að hafa komið að rekstri Rjómaísgerðarinnar í upphafi sem var fyrsta ísgerð landsins.

Sagan

Kjörís hefur verið fjölskyldufyrirtæki frá upphafi. Framleiðslutegundir Kjörís voru í upphafi núgga, súkkulaði og vanillu pakkaís ásamt frostpinnum en fljótlega bættust við vörur eins og íspinnar, toppar, boltaís og ístertur. Í dag er Kjörís í samstarfi við aðra aðila, framleiðir ís fyrir önnur fyrirtæki auk þess að vera með umfangsmikinn innflutning á nokkrum af vinsælustu ís- og klakategundum í heimi.

Um Kjórís

Starfsfólk

Anna Kristín Kjartansdóttir

annakr (hjá) kjoris.is

skrifstofustjóri, innkaup

Anton Tómasson

antont (hjá) kjoris.is

Innkaupa- og gæðastjóri

Guðmundur Erlingsson

gudmundure (hjá) kjoris.is

Sölustjóri

Gunnlaugur Lárusson

gunnlaugur (hjá) kjoris.is

Framleiðslustjóri

Hafsteinn Davíðsson

hafsteinnd (hjá) kjoris.is

Vélstjóri

Hafsteinn Valdimarsson

hafsteinnv (hjá) kjoris.is

Markaðsmál

Jóhanna Ýr Ólafsdóttir

johannayr (hjá) kjoris.is

Lánadrottnabókhald

Kristján Valdimarsson

kristjanv (hjá) kjoris.is

Skrifstofa

Margrét Gyða Jóhannsdóttir

margretj (hjá) kjoris.is

Viðskiptam.bókhald

Valdimar Hafsteinsson

valdimar (hjá) kjoris.is

Framkvæmdastjóri

Valgeir Ásgeirsson

valli (hjá) kjoris.is

Aðstoðar sölustjóri

Gæðamál

Gæðamál

Það er stefna Kjörís að afurðir og þjónusta fyrirtækisins njóti trausts almennings þannig að neytendur sem og aðrir viðskiptavinir Kjörís séu þess vissir að meðferð afurðanna sé samkvæmt lögum um hollustu og heilbrigði matvæla.
Sjá meira um gæðamál
Gæðamál

Gæðamál

Það er stefna Kjörís að afurðir og þjónusta fyrirtækisins njóti trausts almennings þannig að neytendur sem og aðrir viðskiptavinir Kjörís séu þess vissir að meðferð afurðanna sé samkvæmt lögum um hollustu og heilbrigði matvæla.
Sjá meira um gæðamál

Samstarfsaðilar

Nói Siríus

Nói Siríus

Árið 1992 hófst samstarf Nóa Síríus og Kjöríss þegar Konfekt veisluísterta var þróuð. Tertan er skreytt með konfektmolum frá Nóa og höfðu fyrirtækin samráð um hönnun tertunnar og umbúða. Pipp ís var framleiddur sem samstarfsverkefni fyrirtækjanna árið 1995 og síðan þá hafa verið framleiddar ýmis vörur. Kjörís býður söluaðilum sínum einnig upp á kurl frá Nóa Sírúsi með ís úr vél.