Karfan er tóm.
Stefna Kjörís
Kjörís leitast við að vera í fararbroddi á Íslandi í þjónustu við neytendur með ís og tengdar vörur.
Vera meðal fremstu matvælafyrirtækja landsins hvað varðar þjónustu, vöruúrval og vöruþróun á sínu sviði.
Starfsemi Kjöríss byggir á sveigjanleika og lipurð í samskiptum, bæði innan og utan fyrirtækis.
Markmið
Þjónusta Íslendinga með góðu og fjölbreyttu vöruvali. Stunda stöðuga vöruþróun, með eigin framleiðslu og innflutningi á nýjum vörum.
Neytendur geta verið vissir um að hreinlæti og öryggi afurða sé haft að leiðarsljósi.
Þjónusta við viðskiptavini hefur skipað Kjörís röð fremstu fyrirtækja. Sölumenn Kjöríss veita áfram þá þjónustu er lýtur að lipurð og réttum afgreiðslum.
Starfsfólk Kjöríss er drifkraftur fyrirtækisins. Lögð er áhersla á að starfsfólki líði vel í vinnunni, séu upplýstir og hafi rétt til skoðana og tillögugerða.
Kjörís kappkostar að starfa í sátt við umhverfið og hafa ávallt snyrtilegt og vel hirt í kringum sig.
Kjörís hefur skyldum að gegna í samfélaginu og leggur sitt af mörkum til verkefna sem stuðla að bættu mannlífi og umhverfi.
Gæðastefna og skuldbinding stjórnenda
Stefna Kjörís er að framleiða ávallt gæðavöru úr úrvalshráefni við öruggar aðstæður.
Fyrirtækið skuldbindur sig að uppfylla allar opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni.
Framkvæmdastjóri ábyrgist að tryggja matvælaöryggi og öruggt umhverfi starfsmanna, og fylgja gæðastefnu fyrirtækisins.