Fara í efni

Ís á la mande

30.10.2024

Ís á la mande

Kjörís hefur sett á markað ísinn "Ís á la mande".  Ísinn er með bragði hins vinsæla eftirréttar "ris á la mande" með hindberja eða karamellu sósu. Ísinn er í fallegum umbúðum sem tilvalið er að hita undir heitri vatsbunu í ca 3 sek og hvolfa úr dósinni á disk og bera fram á borð.  Kjörís hefur einnig sett á markað íssósur undir sömu nöfnum til að auka ennfremur upplifunina við neyslu þetta gómsæta íss.

Ísinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi og í einni dósinni er falin möndlugjöf sem er ferðavinningur til Tenerife næsta sumar.