Karfan er tóm.
23.10.2024
Ísdagur Kjörís 2024
Ísdagur Kjörís var haldinn í 15. sinn þann 17. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina "Blómstrandi daga". Ísdagurinn hefur skapað sér sess meðal landsmanna þar sem Kjörís býður fólki að smakka allskyns brögð af ís á plani fyrirtækisins í Hveragerði. Í boði er að smakka allskyns furðutegundir af ís eins og: harðfiskís, sinnepsís, laxaís og beikon karamelluís. Einnig ýmsar sem líklegri eru til vinsælda og má þá nefna; bismark ís, lakkríssósuís, bláberja sorbet, biscoffís og einn mest selda ís ársins Bestís, sem stúlkurnar í Teboðinu hönnuðu. Í meðfylgjadi myndbandi má sjá svipmyndir frá deginum. Ísdagurinn 2024 myndband.