Karfan er tóm.
Vinningshafi í möndluleik Kjörís hefur gefið sig fram!
Möndluvinningurinn sem var fjölskylduferð til Tenerife með Heimsferðum á Coral Compostela Beach Family Garden, var afhentur formlega á Aðfangadag þegar starfsmaður Kjörís heimsótti fjölskylduna á heimlii þeirra í Hafnarfirði og staðfesti að mandlan væri ósvikinn. "Ís a la mande" er ný vara sem Kjörís kynnti fyrir jólin og er útfærsla á hinum sívinsæla eftirrétti "Ris a la mande", sem margir Íslendingar hafa sem hefðbundinn eftirrétt yfir hátíðirnar. Varan sló í gegn og nýtur mikilla vinsælda. Fjölmargar áskoranir hafa borist Kjörís um að bjóða "Ís a la mande" í föstu framboði eftir jólahátíðirnar.
Á meðfylgjandi mynd eru Guðbjörg Rósa Guðjónsdóttir og Baltasar Nói Gunnarsson á Aðfangadag að taka við möndluvinningnum. Kjörís þakkar góða viðtökur og óskar Guðbjörgu og Baltasar Nóa innilega til hamingju með vinninginn. Við vonumst til að sjá "Ís a la mande" verða hluti af gleðistundum Íslendinga um ókomin ár.